Öndvegissúlan/The Throne Column 2006

ondvegissula

Stærð: 240 x 57 cm

Efni: ull, silki, lín
Aðferð: filtað, silkiþrykk, eigin aðferð, útsaumur

Innblástur þessa verks er hefðbundin, útskorinn hillufjöl frá því um aldamótin 1900. Slíkar fjalir voru notaðar til að skreyta hillur sem festar voru fyrir ofan rúm, en á þeim voru geymdar bækur, askar og kirnur.

Ingólfur Arnarson fyrsti landsnámsmaðurinn á Íslandi lét varpa fyrir borð á skipi sínu tveimur súlum sem notaðar voru til skrauts við hásæti hans. Einsetti hann sér að setja upp bú sitt þar sem súlurnar rak að landi. Súlurnar fundust í vík sunnanlands þar sem gufa frá heitu vatni lagði til himins. Hér kom Ingólfur sér fyrir og nefndi býli sitt og víkina Reykjavík.

English