Vorkoma

 

gluggavor

Vorkoma, 2015

Með þessu verki er fegurð náttúrunnar endursköpuð innandyra. Blá blómabreiðan sprettur upp úr fiskineti og flæðir upp eftir vegg og niður á gólf. Himin og jörð, haf og gróður. Hér sameinast máttug náttúruöfl og teygja anga sína yfir bygginguna og reyna að yfirtaka það rými sem mennirnir hafa gert að sínu. En náttúran er ekki einungis ægivaldur, heldur á hún sér mjúkar, ljúfar og viðkvæmar hliðar. Þetta endurspeglast í verkinu, því gegnsætt netið varpar leikandi skuggum á veggina, sem nýta sér síbreytilega birtu rýmisins þar sem þeir stilla sér upp í sín fegurstu mynstur. Vorið kemur og skapar gleði, líf og endunýjun.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vorkoma, 2014

 

Með þessu verki er fegurð náttúrunnar endursköpuð innandyra. Blá blómabreiðan sprettur upp úr fiskineti og flæðir upp eftir vegg og niður á gólf. Himin og jörð, haf og gróður. Hér sameinast máttug náttúruöfl og teygja anga sína yfir bygginguna og reyna að yfirtaka það rými sem mennirnir hafa gert að sínu. En náttúran er ekki einungis ægivaldur, heldur á hún sér mjúkar, ljúfar og viðkvæmar hliðar. Þetta endurspeglast í verkinu, því gegnsætt netið varpar leikandi skuggum á veggina, sem nýta sér síbreytilega birtu rýmisins þar sem þeir stilla sér upp í sín fegurstu mynstur. Vorið kemur í Listasal Mosfellsbæjar og skapar gleði, líf og endunýjun.